fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Þetta er það sem Gylfi hugsaði um í gegnum erfiða tíma – „Ef það hefði ekki verið möguleiki þá hefði ég eflaust verið heima“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. október 2023 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yndislegt,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við 433.is eftir að hafa slegið markametið hjá íslenska landsliðinu í kvöld. Í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í tæp þrjú ár þá skoraði Gylfi tvö mörk í 4-0 sigri á Liechtenstein.

Með mörkunum tveimur hefur Gylfi því skorað 27 mörk fyrir Ísland og bætti þar með mat Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar sem báðir skoruðu 26 mörk fyrir liðið.

„Mjög ánægður, loksins að ná metinu. Ég hef beðið eftir þessu lengi og það var erfitt að spila ekki í tvö ár,“ sagði Gylfi Þór sem segist hafa hugsað um metið í gegnum þá erfiðu tíma þegar hann var í farbanni í Bretlandi.

„Ég hef hugsað um þetta lengi, að spila með strákunum og Íslandi var það sem mig langaði að gera.“

Hann segir að endurkoma í landsliðið hafi verið stærsta ástæða þess að hann ákvað að spila fótbolta aftur. „Ef það hefði ekki verið möguleiki þá hefði ég eflaust verið heima að horfa á leikinn í kvöld.“

Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í rúm tvö ár. „Mér líður mjög vel, kuldinn hafði áhrif á vöðvana í fyrri leiknum. Leikurinn í kvöld var hægur og ekki mjög erfiður, fínn leikur fyrir mig til að byrja fyrsta leikinn.“

Viðtalið er í heild hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“