fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þrjár íslenskar konur ákærðar fyrir skattsvik eftir að hafa þegið 200 milljónir frá erlendum auðkýfingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar sérstakt skattalagamál verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í næsta mánuði. Þrjár konur eru þar ákærðar fyrir skattalagabrot í tengslum við vináttu sína við erlendan auðmann og meintar fjárgjafir frá honum. Tvær kvennanna eru mæðgur.

Ein konan er 28 ára gömul. Í ákæru er hún sögð hafa þegið af manninum rúmlega 131,4 milljónir króna, megnið á árinu 2016. Á skattframtali gerði hún grein fyrir greiðslunum sem skuldum en skattayfirvöld og héraðssaksóknari telja að um gjöf hafi verið að ræða.

Vangreiddur tekjuskattur konunnar er sagður nema um 59,1 milljón króna.

Sjá einnig: Yfirlýsing í auðkýfingsmálinu:Kona sem fékk 130 milljónir svarar fyrir sig

Önnur konan er á sjötugsaldri. Hún er sögð hafa þegið fjárgjafir frá manninum og ekki gert grein fyrir þeim sem skattskyldum gjöfum árin 2014, 2015, 2016 og 2017. Nema meintar fjárgjafir mannsins til konunnar námu um 54,4 milljónum króna.

Vangreiddur tekjuskattur þessarar konu er sagður nema samtals um 20,7 milljónum króna.

Þriðja konan er dóttir konunnar á sjötugsaldri og er hún á fertugsaldri. Hún er sögð hafa þegið 13,1 milljón króna af manninum árið 2015 og 16,3 milljónir árið 2017, eða samtals hátt í 30 milljónir króna.

Vangreiddur tekjuskattur konunnar vegna þessara meintu fjárgjafa er sagður nema um 10,8 milljónum króna.

Fyrirtaka verður í málinu um miðjan nóvember og má búast við að aðalmeðferð verði skömmu eftir áramót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu