fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Örn allt annað en sáttur: „Til að fá einn miða þurfti ég að reiða fram tvö gjafa­kort“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnurekandi, segir að einu alvörugjafakortin fyrir Íslendinga séu í raun Bandaríkjadollar sem breyta megi í verðmæti alls staðar í heiminum.

Örn segir farir sínar ekki sléttar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en hann kveðst hafa heimsótt miðasölu Borgarleikhússins fyrir nokkrum dögum til að nýta einhver af þeim fjölmörgu gjafabréfum sem hann í leikhúsið.

Hann segir að gjafakort í Borgarleikhúsið hafi verið móður hans heitinni hugleikin og hún gefið heilu umslögin bólgin af þessum kortum við hvert tækifæri.

„Slík­ur var fjöldi þess­ara korta að ég og eig­in­kona mín kom­umst eng­an veg­inn yfir að nýta þau áður en önn­ur birt­ust og því safnaðist þetta upp hjá okk­ur. Nú, fjór­um árum frá því að sú gamla kvaddi þenn­an heim, eig­um við enn dá­lít­inn bunka sem við erum að reyna að nýta upp,“ segir hann meðal annars.

Fékk „pláss und­ir aðra rasskinn­ina“

Á dögunum var svo komið að því að reyna að nýta þessi kort.

„Ég verð nú að viður­kenna að ég er svo­lítið grænn í þess­um efn­um og taldi að texti á gjafa­kort­inu sem seg­ir að gegn fram­vís­un þess fengi ég af­hent­an einn miða á sýn­ingu að eig­in vali ætti að túlka með þeim hætti að skipt­in væru á jöfnu. En því var nú al­deil­is ekki að heilsa. Til að fá einn miða þurfti ég að reiða fram tvö gjafa­kort og reynd­ar gott bet­ur,“ segir Örn og bætir við að blásið hafi verið á athugasemdir hans um að í gjafabréfinu stæði að hann ætti að fá einn miða á sýningu að eigin vali.

„Kona á besta aldri sem af­greiddi mig tjáði mér að gjafakortin væru ekki verðtryggð en jafn­vel því sýndi ég lít­inn skiln­ing þar sem ekki var til­tek­in nein sér­stök upp­hæð á kort­un­um held­ur aðeins einn miði á sýn­ingu að eig­in vali. Það varð mér senni­lega til bjarg­ar að verða ekki snú­inn niður og járnaður á staðnum að nefnd kona var ein­stak­lega geðug með húm­or­inn í lagi og hló hún bara að þess­um nöldrara sem taldi sig hlunn­far­inn. Þarna fékk ég í raun aðeins pláss und­ir aðra rasskinn­ina og tæp­lega það fyr­ir gjafakortið,“ segir Örn í grein sinni í Morgunblaðið.

Renna út fjórum árum eftir útgáfudag

Örn bendir á að honum – og eflaust mörgum öðrum – þætti súrt í broti ef hann ætlaði að innleysa gjafabréf fyrir einni flösku í Vínbúðinni og upplifa að kassastarfsmaðurinn gúlspopa niður í hálfa flösku áður en hann hleypti honum út.

„Einu al­vöru­gjafa­kort­in eru í raun Bandaríkjadollarar sem breyta má í verðmæti alls staðar í heim­in­um. Nú vil ég koma því á fram­færi að hvað mig varðar þá eru blóm, krans­ar og gjafa­bréf afþökkuð en þeim sem vilja gleðja mig bent á bág­stadda. En kannski voru gjafa­kort mömmu frá Borg­ar­leik­hús­inu ógal­in og slung­in leið hjá henni til að láta muna eft­ir sér um ókomna framtíð. Að minnsta kosti kem­ur sú gamla alltaf ljós­lif­andi upp í hug­ann þegar ég sé þessi gjafa­kort.“

Í skilmálum um gjafakort sem finna á má á vef Borgarleikhússins kemur fram að almenn gjafakort renni út fjórum árum eftir útgáfudag sem skráður er á kortið.

„Ef um er að ræða gjafakort sem hefur ekki útgáfudag þá samsvarar inneign kortsins miðaverði þegar kortið var keypt. Ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, eins og söngleiki, þarf að greiða mismuninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“