fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Andri Lucas ræðir komandi leiki – „Ég verð eiginlega að segja það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 19:30

Andri Lucas Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Strákarnir eru ferskir og allir eru mjög spenntir að spila á föstudag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen landsliðsmaður við 433.is í dag. Ísland mætir á föstudag Lúxemborg í undankeppni EM 2024.

Íslenska liðið tapaði illa 3-1 gegn Lúxemborg í fyrri leiknum ytra og ætlar sér betri hluti.

„Við ætlum okkur að vera betri á föstudag og mæta almennilega til leiks.“

Andri var með U21 árs landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga en er nú mættur í A-landsleiðið á ný.

„Það er gaman að hitta strákana aftur og geta verið partur af þessu,“ sagði Andri um það.

video
play-sharp-fill

Ísland mætir svo Liechtenstein á mánudag og var Andri spurður út í það hvort leikirnir sem framundan eru séu skyldusigrar.

„Ég verð eiginlega að segja það. Það gekk ekki vel á móti Lúxemborg síðast en við ætlum algjörlega að gera betur núna. Við áttum frábæran sigur úti á móti Liechtenstein og við ætlum að taka þrjú stig aftur af þeim á mánudag.“

Andri hefur verið að raða inn mörkum með Lyngby og vonast til að taka gengið með inn í landsliðsboltann.

„Það gengur vel. Maður er með sjálfstraust og þá nýtur maður þess að spila fótbolta.“

Ítarlegra viðtal við Andra er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
Hide picture