fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Handhafi friðarverðlauna Nóbels situr í fangelsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. október 2023 10:07

Narges Mohammadi. Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska Nóbelsnefndin tilkynnti fyrir stuttu að c, 51 árs gömul kona frá Íran, fái friðarverðlaun Nóbels árið 2023.

Á vefsíðu Nóbelsverðlaunanna segir að Narges Mohammadi fái verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu sína fyrir mannréttindum og frelsi til handa öllu fólki.

Nefndin segir að með því að veita Mohammadi verðlaunin sé jafnframt verið að minnast baráttu þeirra hundruða þúsunda sem á undanförnu ári hafi mótmælt mismunun og kúgun stjórnvalda í Íran í garð kvenna.

Í tilkynningu nefndarinnar segir um verðlaunahafann:

„Narges Mohammadi er kona, hún berst fyrir mannréttindum og frelsi. Hugdjörf barátta hennar fyrir tjáningarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti hefur kostað hana sjálfa gríðarlega mikið. Alls hafa stjórnvöld í Íran handtekið hana 13 sinnum, sakfellt hana fimm sinnum og dæmt hana samtals í 31 árs fangelsi og til að hljóta 154 högg.

Narges Mohammadi er enn í fangelsi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila