Það er óhætt að segja að Lyngby í Danmörku sé orðið mikið Íslendingafélag.
433.is gerði sér ferð til Lyngby um síðustu helgi í tilefni að því að Gylfi Þór Sigurðsson var að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.
Hann er þó alls ekki eini Íslendingurinn í liðinu því þar eru einnig Sævar Atli Magnússon, Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson. Þá er Freyr Alexandersson þjálfari liðsins.
Fólkið í kringum félagið og stuðningsmenn tala afar vel um Íslendingana, þar á meðal er starfsmaðurinn Lyngby búðarinnar sem 433.is ræddi við.
Í búðinni má til að mynda finna alls konar varning tengdan Íslandi.
Spjallið í búðinni má sjá í spilaranum, en það var upphaflega sýnt í Íþróttavikunni hér á 433.is á föstudag.