Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann sé ekki að ná því besta úr miðjumanninum Kalvin Phillips.
Phillips var frábær fyrir Leeds í langan tíma en kom til Man City í fyrra og hefur ekki staðist væntingar.
Því miður virðist Phillips ekki eiga framtíð fyrir sér í Manchester en hann fékk tækifæri í 1-0 tapi gegn Newcastle í gær.
Guardiola virðist játa sig sigraðan þegar kemur að enska landsliðsmanninum og hrósar á sama tíma Marcelo Bielsa sem náði því besta úr Phillips hjá Leeds.
,,Það var Marcelo Bielsa sem náði því besta úr Kalvin á hans ferli,“ sagði Guardiola við blaðamenn.
,,Ég hefði elskað að geta gert það sama og Marcelo gerði. Við erum með okkar leikstíl og hann á í vandræðum með ákveðna hluti á meðan Leeds hentaði honum fullkomlega.“