Antony, leikmaður Manchester United, er mættur aftur til Manchester þar sem hann sætir nú rannsókn lögreglu.
Antony, sem er á mála hjá Manchester United, hefur ekki verið með liðinu undanfarið og haldið sig í heimalandinu, Brasilíu.
Fyrrverandi kærasta hans Gabriella Cavallin sakar hann um að hafa ráðist á sig þann 15. janúar á hóteli í Manchester. Hann neitar allri sök.
Sem fyrr segir hefur Antony nú snúið aftur til Manchester til að ræða við lögreglu en það gerði hann í fimm klukkustundir eftir að hafa snúið aftur frá Brasilíu. Leikmaðurinn er sagður hafa átt frumkvæðið að samtalinu við lögreglu.
Sem fyrr segir neitar Antony allri sök og vill hann taka þátt í að komast til botns í málinu.
Fyrsta samtal við lögreglu tók langan tíma en ekki er ljóst hvað Antony þarf að eyða löngum tíma í burtu frá knattspyrnuvellinum.