fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Er svo ánægður eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélagið

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Loftus-Cheek er hæstánægður eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt, Chelsea, í sumarglugganum.

Enski landsliðsmaðurinn gerði samning við AC Milan og reynir fyrir sér á Ítalíu og erlendis í fyrsta sinn á ferlinum.

Loftus-Cheek kostaði AC Milan um 16 milljónir evra en hann er gríðarlega hrifinn af lífinu á Ítalíu og sér ekki eftir neinu.

AC Milan er eitt sögufrægasta lið Evrópu og er Englendingurinn ekkert smá sáttur hjá sínu nýja félagi.

,,Þetta er ótrúlegt, ég horfi í kringum mig og sé stærð vallarins og er agndofa. Ég tel að ég geti spilað hér í hverri viku og aðeins Guð veit hversu lengi,“ sagði Loftus-Cheek.

,,Ég er svo ánægður, það er frábært að vera með þennan stuðning sem ég hef þó að úrslitin hafi ekki verið frábær hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa