Sylla var ákærður ásamt átta öðrum. Fimm þeirra voru sakfelldir og dæmdir í 10 til 18 ára fangelsi. Þrír voru sýknaðir.
AFP segir að Sylla hafi haldið fram sakleysi sínu þegar hann flutti lokaávarp sitt áður en kviðdómendur drógu sig í hlé til að komast að niðurstöðu.
„Allt frá upphafi hef ég haldið fast í sakleysi mitt og ég mun halda því áfram,“ sagði Sylla við viðstadda í þéttsetnum dómsalnum í París.
Saksóknarinn krafðist 18 ára fangelsis yfir Sylla. Allir hinir ákærðu héldu fram sakleysi sínu. Ekki liggur fyrir hvort einhver þeirra eða ákæruvaldið muni áfrýja dómnum.
Morðið var framið í tíunda hverfinu í París 2018 og var tekið upp á myndband af manneskju sem stóð við gluggann heima hjá sér. Mercedez bifreið var ekið á fórnarlambið og síðan umkringdu 12 manns fórnarlambið og börðu og stungu með hníf. Fljótlega kom í ljós að Mercedez bifreiðin var í eigu Sylla.
Vitni báru auk þess kennsl á hann vegna aflitaðs hárs hans og Puma-bols sem hann var í. Hann var með auglýsingasamning við Puma á þessum tíma.