fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Jón Daði skoraði og lagði upp – Hákon byrjaði í tapi

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. september 2023 21:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson átti flottan leik fyrir lið Bolton í kvöld sem lék við U21 lið Manchester United í EFL bikarnum.

Framherjinn skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili og lagði einnig upp í öruggum 8-1 sigri.

Jón Daði skoraði sjötta mark Bolton í sigrinum en liðið hefur unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa.

Aðrir Íslendingar voru einnig í eldlínunni en Hákon Arnar Haraldsson byrjaði fyrir Lille sem tapaði 2-1 gegn Reims í Ligue 1.

Um var að ræða nokkuð óvænt tap en landsliðsmaðurinn fór af velli eftir rúmlega hálftíma.

Birkir Bjarnason byrjaði þá hjá Brescia í Serie B en liðið gerði markalaust jafntefli við Spezia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta

Tölfræðin yfir síðustu þrjú tímabil – Stuðningsmönnum Arsenal svíður að sjá þetta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu

Ótrúlegt klúður hjá Hojlund um helgina – Var nánast inni í markinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni

Leki úr herbúðum United hefur hætt á síðustu mánuðum – Spjótið beinist því að einum manni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“

Fetta fingur út í ummæli Hallgríms í beinni í gær – „Þú gerir það ekki“