fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Segir að Wagnerliðar séu aftur farnir að sjást í fremstu víglínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 07:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa verið mjög áberandi um langa hríð í sumum af blóðugustu orustunum í Úkraínu hurfu Wagnerliðar þaðan. Það gerðist í kjölfar deilna leiðtoga þeirra, Yevgeny Prigozhin, við rússnesku herstjórnina og síðan skammvinnrar uppreisnar hans gegn stjórninni í Kreml.

Allir vita hvernig það endaði og eins og margir spáðu þá strax varð Prigozhin ekki langlífur. Hann lést í flugslysi nokkrum vikum síðar og telja flestir að Vladímír Pútín hafi látið granda flugvélinni sem Prigozhin flaug með.

En nú eru Wagnerliðar að sögn farnir að sjást aftur á vígvellinum. Þetta sagði Serhiy Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, í samtali sem var birt á Telegram. TV2 skýrir frá þessu.

Fram kemur að héraðsstjórinn hafi sagt að rússneskar hersveitir séu nú að skipta hermönnum út og að í tengslum við það hafi meintir Wagnerliðar sést.

„Ég get ekki sagt til um hversu margir þeir eru en þeir eru á ýmsum stöðum og þeir taka þátt í átökunum,“ sagði héraðsstjórinn.

Á Telegram var skýrt frá því á Wagnerrásinni Grey Zone að um 500 Wagnerliðar hafi gengið til liðs við nýja, ótilgreinda herdeild sem á að fara til Bakhmut. Þar börðust Wagnerliðar einmitt mánuðum saman við úkraínska hermenn. Var mannfallið gríðarlegt hjá báðum stríðsaðilum en þó öllu meira hjá Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu