fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Kona handtekin vegna láts manns á sextugsaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. september 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. september á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni  um helgina, en konan var handtekin á vettvangi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagskvöld og hélt hún þegar á staðinn og hóf þar endurlífgunartilraunir á manninum. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður þar látinn.

Segir síðan að ekki sé hægt veita frekar upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.

Ævar Pálmi Pálmason, svarar fyrir málið fyrir hönd Miðlægrar rannsóknadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um hvort tengsl hafi verið á milli fólksins né hvort það hafi áður komið við sögu lögreglu. Hann segir rannsókn í fullum gangi og beðið sé niðurstöðu krufningar yfir manninum. Ekki verði veittar frekari upplýsingar um málið í bili.

Uppfært kl. 13:26: Samkvæmt mbl.is eru konan og maðurinn íslensk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“

Staðan aldrei erfiðari – „Dæmi um að greiða þurfi foreldrum og forráðamönnum fyrir að taka þátt í fjáröflunarverkefnum“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bókakaffi með glæpaívafi

Bókakaffi með glæpaívafi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“

Hugleiki sparkað af Facebook og Instagram – „Þetta er heimurinn sem við búum í“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík

Um 170 milljón króna gjaldþrot hjá skattsvikara – Fékk fangelsisdóm fyrir rekstur tveggja félaga í Grindavík