Fyrir leik KR og Vals á morgun verður Bjarna Felixsonar minnst. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á morgun.
Bjarni er einn merkasti karakter í sögu íslenska fótboltans. Hann lést í Danmörku í síðustu viku.
Bjarni átti frábæran feril með KR og í seinni tíð var hann ógleymanlegur í lýsingum frá enska boltanum.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað komu sína á vellinum. Um allan Vesturbæ verður mynd af Bjarna í öllum strætóskýlum, til að hvetja fólk til að mæta á leikinn.
Mínútu þögn verður fyrir leikinn og labba liðin inn á völlinn með fána með mynd af Bjarna.
Systkini Bjarna verða í stúkunni og vonast forráðamenn KR til að flestir mæti.
Við hvetjum alla til að mæta og heiðra minningu Bjarna.