Xavi, stjóri Barcelona, virðist vera búinn að finna sér nýjan uppáhalds leikmann hjá félaginu.
Um er að ræða miðjumanninn Ilkay Gundogan sem gekk í raðir liðsins frá Manchester City í sumar.
Gundogan hefur byrjað vel með Barcelona og spilaði flottan leik er liðið vann Antwerp í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Xavi er afskaplega ánægður með þýska landsliðsmanninn og segir hann vera himnasendingu sem hann átti ekki von á.
,,Þegar Gundo er með boltann þá verður allt betra, það er svo einfalt. Hann gerir allt vel, allt saman,“ sagði Xavi en Gundogan kom á frjálsri sölu.
,,Ef við spilum vel þá er það vegna hans, þetta var himnasending fyrir okkur. Það er stórkostlegt að horfa á hann spila.“