fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hallgrímur eftir tapið gegn Víkingum: ,,Þetta er grín sem þarf að breyta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. september 2023 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, ræddi við 433.is í kvöld eftir leik liðsins við Víking í bikarúrslitum á Laugardalsvelli.

KA gat tryggt sér Evrópusæti með sigri í dag en það voru Víkingarnir sem höfðu betur að lokum, 3-1.

,,Þetta er skrítin tilfinning. Ég er dofinn og svekktur en á sama tíma stoltur að komast alla þessa leið og maður er stoltur af strákunum, þeir gáfu allt í þetta,“ sagði Hallgrímur.

,,Fyrri hálfleikurinn, við spiluðum frábæran varnarleik en lendum á móti vindi sem stjórnaði ótrúlega miklu. Við gátum ekki tekið innköst eða sparkað yfir miðju í markspyrnu. Við vildum ná meiri tökum í seinni hálfleik en svo var logn allt í einu.“

Hallgrímur var svo spurður út í dómgæsluna í leiknum og var mjög augljóslega ekki ánægður með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar og hans teymi.

,,Ég nenni ekki að vera lélegur tapari og og tala um það en ef þið skoðið þetta þá hefðu fyrstu þrjú mörkin ekki átt að standa og ekki heldur okkar.“

,,Við lentum í fáránlegu leikjaálagi, 11 útileikir af 14 þar sem við þurftum að ferðast í heimaleikina. Þetta álag sem við og Breiðablik og við vorum á er grín og þarf að breyta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn