fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Væri enn að spila ef hann væri hollenskur eða ítalskur

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. september 2023 21:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Pulisic væri enn leikmaður Chelsea ef hann væri frá Hollandi eða Ítalíu að sögn Tim Howard.

Howard er fyrrum landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna og á að baki feril á Englandi með bæði Manchester United og Everton.

Chelsea ákvað að losa sig við Pulisic í sumar en hann var seldur til AC Milan eftir að hafa komið til Englands frá Dortmund árið 2019.

Howard er á því máli að um ákveðna fordóma sé að ræða og að ef Pulisic væri frá öðru landi fengi hann fleiri tækifæri í úrvalsdeildinni.

,,Þegar hann var fenginn til Chelsea, ef hann væri ítalskur eða hollenskur þá væri hann enn í liðinu. Hann væri ekki sá fyrsti til að fara af velli,“ sagði Howard.

,,Hann væri aldrei varamaður, hann er það góður. Hann er að sýna það hjá AC Milan í dag svo sem Bandaríkjamaður þá er þetta erfitt. Þú þarft að sýna eitthvað á hverjum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?

Grealish enn einn Bretinn sem Ítalinn sækir?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið