fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Bensíndropinn dýrastur á Íslandi en díseldropinn næstdýrastur

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. september 2023 10:08

Aðeins í Hong Kong kostar bensínið meira en á Íslandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins í Hong Kong er bensínlítrinn dýrari en á Íslandi. Samkvæmt síðunni Global Petrol Prices er meðalverð bensíns á Íslandi rúmar 316 krónur í september mánuði árið 2023. Ísland er því það sjálfstæða ríki þar sem bensínið kostar mest.

Í sjálfstjórnarborginni Hong Kong, sem er innan Kína, kostar bensínlítrinn heilar 413 krónur. Þetta er margföld upphæð bensínverðs í Kína, sem er einungis tæpar 160 krónur.

Fyrir utan Hong Kong og Ísland kostar bensínlítrinn meira en 300 krónur í tveimur löndum. Það eru Holland og Mónakó, sem eru bæði á meðal þéttbýlustu landa heims.

Almennt séð er bensín mjög dýrt í vesturhluta Evrópu því þar á eftir koma Liktenstein, Noregur, Danmörk, Finnland, Grikkland, Sviss, Ítalía og Frakkland þar sem bensínið kostar á bilinu 278 til 297 krónur.

Í Bretlandi og Svíþjóð er verðið 255 krónur, á Spáni 248, Póllandi 205, Japan og Indlandi 168, Brasilíu 158, Ástralíu 157, Bandaríkjunum 146, Rússlandi 78 og Íran 3 krónur.

Langódýrast er bensínið í olíuframleiðsluríkinu Venesúela, því þar kostar bensínlítersins rúmlega hálfa krónu hjá ríkisverslunum. Hafa ber þó í huga að erfitt er fyrir íbúa landsins að nálgast þetta niðurgreidda bensín, sem oft er af skornum skammti. Flestir þurfa að greiða mun meira fyrir bensínið hjá þriðja aðila.

 

Skattar og samráð

Þegar kemur að dísilolíu stendur Ísland örlítið betur að vígi. Meðalverð dísellítrans eru tæplega 312 krónur hér á landi, sem er það þriðja hæsta. Sem fyrr er verðið hæst í Hong Kong, 384 krónur, en í öðru sæti kemur Svíþjóð með 312 krónur.

Ýmsir þættir skýra hátt bensín og dísil verð á Íslandi. Meðal annars almennt hátt verðlag fyrir vörur og þjónustu, háir olíu og virðisaukaskattar, flutningskostnaður og fákeppni á markaði sem meðal annars leiddi til olíusamráðsmálsins mikla.

 

Dýrast hjá Olís í Hrauneyjum

Þegar þetta er skrifað er bensínlítrinn ódýrastur hjá Costco í Kauptúni í Garðabæ. Það kemur fram hjá Gasvaktinni. Hann kostar tæpar 274,7 krónur, en kaupa þarf árskort í verslunina sem kostar 4.800 krónur.

Þar á eftir koma fimm verslanir Orkunnar með 293,2 krónur. Á Bústaðavegi, Dalvegi, Mýrarvegi, Reykjavíkurvegi og Suðurfelli.

Dýrasta bensínið er að finna í verslun Olís í Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Þar kostar lítrinn 329,8 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut