Ungverska Viktoria Varga kemur reglulega fyrir í breskum götublöðum en hún er eiginkona fyrrum knattspyrnumannsins Graziano Pelle.
Pelle er 38 ára gamall og lék sem framherji á ferli sínum. Kom hann til að mynda við hjá Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Sem fyrr segir er Varga eiginkona hans en auk þess að vera fyrirsæta er hún afar vinsæl á samfélagsmiðlum.
Hún birti myndasyrpu á dögunum sem innihélt myndir frá sumrinu. Syrpuna má sjá hér neðar.
Varga hefur gjarnan verið kölluð „fallegasta kona heims“ í breskum götublöðum.