Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og Dani Olmo, leikmaður RB Leipzig, skrifuðu báðir undir nýja samninga við félög sín í sumar. Þeir eru þó báðir með áhugaverða klúsúlu í samningunum.
Silva var lengi vel orðaður frá City í sumar en framlengdi að lokum samning sinn til 2026.
Olmo, sem er spænskur, skrifaði undir samning við Leipzig til 2027.
Mundo Deportivo segir þó að báðir leikmenn geti farið fyrir fremur viðráðanlegt verð ef Barcelona vill fá þá.
Þeir félagar vilja greinilega ólmir spila fyrir Barcelona því samkvæmt spænska miðlunum getur félagið keypt upp samninga þeirra beggja fyrir 60 milljónir evra.
Silva hefur verið hjá City síðan 2017 en Olmo hjá Leipzig síðan 2020.