Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkvörður var að vonum sáttur með dramatískan 1-0 sigur Íslands á Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024.
Ísland vann með marki Alfreðs Finnbogasonar í blálokin.
„Það var smá stress. Ég hélt að þetta yrði rangstaða. En það var geggjað og kærkomið. Við áttum þetta inni,“ sagði Rúnar við 433.is eftir leik.
Ísland tapaði gegn Lúxemborg á föstudag eins og frægt er orðið.
„Við töpuðum leik illa sem við ætluðum okkur að vinna og það sýnir karakter að koma til baka í kvöld.“
Ítarlega er rætt við Rúnar hér að neðan.