fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Þessar eru meðal helstu fasteigna sem ríkið ætlar að selja

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 12. september 2023 10:30

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í morgun er meðal annars kveðið á um að fjármála- og efnahagsráðherra verði veitt heimild til að selja fjölda fasteigna í eigu íslenska ríkisins og einnig að honum verði veitt heimild til að festa kaup á fasteignum fyrir ýmsar ríkisstofnanir.

Meðal fasteigna sem frumvarpið veitir heimild til að selja eru eftirfarandi:

Rauðarárstíg 10 og Laugaveg 114–116 í Reykjavík.

Laugaveg 162–166 í Reykjavík, þar sem Þjóðskjalasafn Íslands er til húsa. og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.

Hverfisgötu 113–115 í Reykjavík, höfuðstöðvar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og kaupa eða leigja hentugra húsnæði fyrir embættið og ríkislögreglustjóra.

Tollhúsið við Tryggvagötu 19 í Reykjavík.

Skólavörðustíg 37 í Reykjavík.

Skógarhlíð 6 í Reykjavík en þar er í dag leikskóli.

Ármúla 1a í Reykjavík, en þar er í dag innkaupasvið Landsspítalans til húsa, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði.

Fasteignir í eigu ríkisins við Stakkahlíð í Reykjavík en þar var síðast menntavísindasvið Háskóla Íslands til húsa og áður Kennaraháskóli Íslands.

Austurstræti 19 í Reykjavík, húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur, og Vesturvör 2 í Kópavogi, húsnæði Landsréttar, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir þessa dómstóla.

Að selja eða leigja fasteignir í eigu ríkisins á Vífilsstöðum í Garðabæ sem nýtast ekki undir starfsemi á vegum ríkisins.

Hafnarstræti 99–101 á Akureyri.

Íbúðarhús á leigulóð á jörðinni Langekru í Rangárþingi ytra.

Selja eða ráðstafa með öðrum hætti fasteignum á Raufarhafnarflugvelli og flugstöð á Þingeyri.

Að selja hlut ríkisins í skrifstofuhúsi fyrrum sementsverksmiðju að Mánabraut á Akranesi.

Miðstræti 19 í Bolungarvík.

Að heimila ÁTVR að selja Austurstræti 10a í Reykjavík, Miðvang 2–4 á Egilsstöðum og Selás 19 á Egilsstöðum.

Það skal tekið fram að þetta er aðeins hluti af þeim fasteignum í eigu ríkisins sem fjármálaráðherra verður veitt heimild verði þessi ákvæði fjárlgafrumvarpsins samþykkt óbreytt á Alþingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin