Fyrirsætan umrædda Gabriela Cavallin hefur tjáð sig um fyrrum kærasta sinn Antony og hans stöðu hjá Manchester United.
Antony er í umræðunni þessa stundina en hann er ásakaður um heimilisofbeldi gegn einmitt Gabriela.
Lögreglan rannsakar nú þessar ásakanir á hendur Antony sem kostaði Man Utd 85 milljónir punda í fyrra.
Gabriela ásakar Antony um alvarlega árás og segir hann til að mynda hafa kastað glasi í sig.
Antony hefur sjálfur harðneitað fyrir ofbeldið en hvort hann fái að spila í næstu leikjum Man Utd er óljóst.
,,Antony má ekki fá að spila. Það er mjög sorglegt að hann fái að spila á meðan rannsóknin er í gangi,“ sagði Gabriela um stöðuna.
,,Ég er alveg ónýt. Hvernig má hann lifa sínu eðlilega lífi? Þeir geta ekki vitað það sem þeir vita og gert ekki neitt í því. Það þarf að taka hann úr hópnum.“
Gabriela er því hörð á því að Antony eigi ekki að fá að spila fyrir Man Utd en rannsóknin mun taka sinn tíma.