Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Virgil van Dijk um 100 þúsund og bætt við einum auka leik í leikbann á kappann.
Van Dijk fékk að líta nokkuð umdeilt rautt spjald í sigri Liverpool á Newcastle.
Hollenski varnarmaðurinn var verulega ósáttur með spjaldið og lét dómarann og hans aðstoðarmenn heyra það.
Fyrir það fær hann sektina og auka leik í bann. Hann hefur nú þegar tekið einn þeirra út.
Liverpool's Virgil van Dijk has been suspended for one match and fined £100,000 after admitting he acted in an improper manner and used abusive and insulting words towards a match official after being sent off against Newcastle United.
— paul joyce (@_pauljoyce) September 8, 2023