fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Fréttir

Myndband af harkalegri handtöku hnífamanns – „Hann náði nánast að keyra mig niður“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. september 2023 10:15

Maðurinn hafði ógnað fólki með hnífi á veitingastað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband er núna í dreifingu á samfélagsmiðlum af handtöku sérsveitarinnar í Mosfellsbæ. Hinn handtekni hafði ógnað fólki með hnífi í verslun.

„Þeir eltu hann og hann var kominn í öngstræti þarna inni í Álafosskvosinni,“ segir Jón Julíus Elíasson, garðyrkjumeistari sem býr þarna í nágrenninu. Hann var á leið út í vinnubílinn sinn á þriðjudaginn þegar hvítur sendibíll var næstum búinn að keyra hann niður.

„Hann náði nánast að keyra mig niður. Ég var að labba yfir bílaplanið hjá mér,“ segir Jón Júlíus. „Mér var mjög illa við þetta og fannst þetta alveg skelfilegt,“ segir hann.

Maðurinn í bílnum hafði ógnað starfsfólki á veitingastað í hverfinu með hnífi og svo flúið af vettvangi. Í frétt Mannlífs af málinu kemur fram að starfsfólk veitingastaðarins hafi verið í áfalli eftir uppákomuna.

Mölva rúðuna með rifflum

Í myndbandinu sést hvernig tveir sérsveitarmenn, vopnaðir hríðskotarifflum, á ómerktum lögreglubíl handtaka manninn. Króa þeir bifreiðina af og mölva hægri framrúðuna með skeftunum á rifflunum til að geta opnað hurðina og ná manninum út úr bílnum.

@kadabraabra3 #asasoundthelapolice #police #mentai #ragai #fyp ♬ original sound – biržos makleris

Í tilkynningu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag kemur fram að þegar lögregla náði að stoppa manninn og handtaka kom í ljós að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu.

Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segist ekki geta gefið neinar upplýsingar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi

Reykholtsmálið: Fólk tengt fjölskylduböndum grunað um fjárkúgun og líkamsárás gegn palestínskum manni – Sendu hann illa farinn úr landi
Fréttir
Í gær

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu

Fullltrúa Hollands vísað úr Eurovision – Yfirheyrður af lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“

Katrín opnar sig um áfallið: „Afi var enn lifandi og missti báða syni sína á nokkrum mánuðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“