fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Ákváðu að stytta sér leið og skemmdu um leið eitt af undrum veraldar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt merkasta kennileiti heims, Kínamúrinn, sem er á lista yfir sjö undur veraldar, lítur nú öðruvísi út þökk sé tveimur verktökum.

Vinna við múrinn hófst á 7. öld fyrir Krist og vissulega veðrast mannvirki í áranna, tala nú ekki um aldanna rás, þrátt fyrir að allt sé gert til að varðveita þau sem best.

Byggingarstarfsmenn í miðhluta Shanxi héraðs sáu sér leik á borði þar sem lítið skarð var komið í múrinn, að breikka skarðið enn meira svo þeir kæmust í gegn með gröfuna sína, enda mun styttri leið fram og tilbaka á vinnusvæðið, svona að þeirra mati. 

Lögregluyfirvöldum var ekki skemmt og voru tveir handteknir, 38 ára karlmaður og 55 ára kona, sem eru í haldi á meðan málið er rannsakað.

Byggingarverkamennirnir tveir voru að vinna nálægt skemmda svæðinu, það er við 32 múrinn. Lögreglan í norðvesturhluta Youyu-sýslu greinir frá að tilkynnt hafi verið um „alvarlegar skemmdir“ í múrnum þann 24. ágúst. „Gröfur voru notaðar til að grafa upphaflegt skarð í stærra skarð, svo að grafan kæmist í gegnum skarðið, sem olli óafturkræfum skemmdum á múrnum og öryggi menningarminja.“

Kínamúrinn er á heimsminjaskrá UNESCO og er talinn eitt  af glæsilegustu verkfræðiverkum mannkyns. Múrinn er sögulegur og menningarlegur staður. Múrinn hefur hrunið víða á undanförnum árum, þó að minnstu leyti af völdum manna. Samkvæmt AFP fréttastofunni hafa um 30 prósent af Kínamúrnum horfið á undanförnum árum vegna loftslagsskilyrða og af mannavöldum.

Frægt varð í sumar þegar breskur ferðamaður framdi skemmdarverk á Colosseum í Róm á Ítalíu.

Sjá einnig: Ferðamaðurinn sem framdi skemmdarverk á ómetanlegri byggingu er fundinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau