KULDI eftir Erling Óttar Thoroddsen, sem byggð er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd um helgina og hlaut mjög góða aðsókn – rétt rúmlega 5,000 gestir upplifðu þennan hrollvekjandi spennutrylli frumsýningarhelgina sem gerir hana að lang vinsælustu kvikmynd landsins.
Eins og áður segir er myndin byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, en síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig sem var sömuleiðis mjög vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum.
Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Þá fer Ólöf Halla Jóhannesdóttir einnig með stórt hlutverk í myndinni, en hún er dóttir Jóhannesar Hauks og leikur sömuleiðis dóttur hans í myndinni. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Framleiðendur eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard.