fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

KULDI slær í gegn – vinsælasta mynd landsins

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. september 2023 15:41

Feðginin Ólöf Halla og Jóhannes Haukur Jóhannesson í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KULDI eftir Erling Óttar Thoroddsen, sem byggð er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, var frumsýnd um helgina og hlaut mjög góða aðsókn – rétt rúmlega 5,000 gestir upplifðu þennan hrollvekjandi spennutrylli frumsýningarhelgina sem gerir hana að lang vinsælustu kvikmynd landsins. 

Eins og áður segir er myndin byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, en síðasta kvikmynd sem byggð var á verkum Yrsu var hrollvekjan Ég man þig sem var sömuleiðis mjög vel tekið í íslenskum kvikmyndahúsum. 

Með aðalhlutverk fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Elín Hall, Selma Björnsdóttir, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Þá fer Ólöf Halla Jóhannesdóttir einnig með stórt hlutverk í myndinni, en hún er dóttir Jóhannesar Hauks og leikur sömuleiðis dóttur hans í myndinni. Leikstjóri og handritshöfundur er Erlingur Óttar Thoroddsen. Framleiðendur eru Sigurjón Sighvatsson og Heather Millard.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt