fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Eiður Smári trúði vart því sem Tómas sagði honum – „Þá hugsaði ég; Er ég svona ógeðslega heimskur?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. september 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark. Þar ræðir hann meðal annars útvarpsþáttinn Fótbolta.net á X-inu sem hann hefur haldið ásamt Elvari Geir Magnússyni síðan 2009.

Þættirnir eru á dagskrá í hádeginu alla laugardaga og hafa notið mikill vinsælda. Tómas og Elvar sinna þættinum þó alfarið án þess að fá greitt fyrir.

„Þetta er gott og slæmt. Þetta er gott að því leyti að við erum engum háðir. Frá fyrsta degi til þess síðasta hefur enginn haft áhrif á umræðuna. Við erum þarna fyrir okkur sjálfa,“ segir Tómas í þættinum, spurður út í það.

Fólk í kringum Tómas hefur stundum sett spurningamerki við að hann haldi þættinum úti án endurgjalds.

„Mér fannst þetta alltaf algjör snilld en frá því ég byrjaði með konunni minni hefur hún bent mér nokkrum sinnum á að þetta sé það heimskulegasta sem ég geri,“ segir Tómas léttur í bragði.

„Það var eiginlega best þegar ég sagði Eiði Smára frá þessu á sínum tíma. Ég hélt hann myndi missa andlitið. Hann bara trúði þessu ekki. Þá hugsaði ég: Er ég svona ógeðslega heimskur?“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt