fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn ólmir í að gifta sig í leyni á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 4. september 2023 14:00

Gifting Bam Mangera og Nicole Boyd í Hafnarhúsinu árið 2013 er meðal frægustu giftinga á Íslandi. Nú er parið skilið og deilt um lögmæti athafnarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er á meðal vinsælustu áfangastaðanna fyrir bandarísk pör að gifta sig í leyni. Þetta kemur fram í greiningu kirkjunnar Chapel of Flowers í Las Vegas en sú borg er einmitt rómuð fyrir leynigiftingar.

Greiningin er byggð á leitarniðurstöðum frá Google og ýmsum samfélagsmiðlum. En kirkjan vildi komast að því hvert bandarísk pör færu til að gifta sig án þess að láta fjölskyldur sínar eða vini vita fyrir fram.

Það kemur ekki á óvart að Las Vegas er í efsta sæti á listanum. Er það orðin hálfgerð klisja að láta Elvis Presley eftirhermu gefa sig saman í neon-upplýstri kapellu í þeirri borg.

Í öðru sæti kemur Ítalía sem skartar Miðjarðarhafsloftslagi, góðum mat, fallegu landslagi og sögufrægum stöðum. Í þriðja sæti er Skotland sem skartar ekki Miðjarðarhafsloftslagi og verður seint þekkt fyrir matseld. En landslagið, sagan og stemningin vinnur með landinu.

Ísland er í áttunda sæti á listanum. Hér hafa sprottið upp nokkur fyrirtæki sem sérhæfa sig í giftingarþjónustu fyrir erlend pör. Vinsælt er að gifta sig við náttúruperlur á borð við Seljalandsfoss eða í jökulhellum Vatnajökuls.

Aðrir staðir á listanum eru löndin Spánn og Grikkland og borgirnar Nashville, New Orleans og New York.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum