fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hefur áhyggjur af því að Trent virðist aldrei ætla að læra af mistökum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 14:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir það áhyggjuefni fyrir Liverpool að Trent Alexander-Arnold virðist aldrei ætla að læra af mistökum sínum.

Bakvörðurinn öflugi hefur í mörg ár verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og staðsetningar á vellinum.

„Harry Redknapp ræddi þessa hluti við mig þegar ég var ungur, ég vildi bara hugsa um boltann. Sendingar og hreyfingar, koma boltanum fram og það var allt sem var í hug mínum. Ég gleymdi því að verjast, Redknapp lét mig vita af því að það væri í góðu lagi að gera mistök en ég yrði geta lært af þeim,“ segir Ferdinand.

„Það er mín gagnrýni á Trent, ég hef áhyggjur af þessu hjá honum. Hann gerir sömu mistökin varnarlega í stöðunni einn á móti einum. Hann hefur gert þessi mistök í tvö ár núna og gerði þau áður.“

„Hann verður að læra,“ sagði Ferdinand og ræddi leik Liverpool og Newcastle um helgina þar sem Trent var í vandræðum.

„Trent vissi fyrri leikinn að Gordon myndi keyra á hann og það er áskorun en hann verður að fara að læra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum