fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Ten Hag alls ekki sáttur með byrjunina – ,,Vorum ömurlegir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var svo sannarlega ekki ánægður með byrjun liðsins gegn Nottingham Forest í gær.

Man Utd byrjaði skelfilega á Old Trafford, heimavelli sínum, og var 2-0 undir eftir aðeins fjórar mínútur.

Liðið kom þó að lokum til baka og vann Forest 3-2 en byrjunin gæti verið áhyggjuefni fyrir Ten Hag og hans menn.

,,Við byrjuðum alveg ömurlega, við gáfum þeim tvö mörk vegna mistaka,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi.

,,Ég get þó verið ánægður með endurkomuna, karakterinn og hvernig leikmennirnir héldu ró sinni og héldu sig við leikplanið.“

,,Við spiluðum góðan fótbolta og skoruðum nokkuð góð mörk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina