Manchester City hefur lagt fram fyrsta tilboð sitt í Matheus Nunes hjá Wolves.
Nunes var fyrst orðaður við City fyrr í dag en leikmaðurinn sjálfur vill ólmur komast þangað.
Fyrsta tilboð City hljóðaði upp á tæpar 43 milljónir punda.
Nunes er 24 ára gamall en City hætti við kaup á Lucas Paqueta miðjumanni West Ham, er hann undir grun vegna brota á veðmálareglum.
Kevin de Bruyne er frá vegna meiðsla um langt skeið og sökum þess vill City styrkja miðsvæðið sitt.
Nunes kom til Wolves frá Sporting fyrir ári síðan en hann hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Portúgal.
Understand Manchester City have now submitted initial bid to Wolverhampton for Matheus Nunes 🚨🔵🇵🇹 #MCFC
Told proposal is in excess of €50m fee with add-ons discussed in the package.
Nunes has already accepted City as destination, personal terms agreed. pic.twitter.com/i010hDkWUh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 23, 2023