fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Lögreglustjórinn sem tafði rannsókn Gilgo-strandar morðanna handtekinn vegna ósiðlegs kynferðilegs athæfis

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 20:00

James Burke

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Burke fyrrverandi lögreglustjóri í Suffolk-sýslu í Bandaríkjunum var handtekinn á þriðjudagsmorgun í Suffolk County Víetnam Veterans Memorial garðinum af þjóðgarðsvörðum og sama daga ákærður fyrir að hafa boðið upp á ólöglegt kynferðislegt athæfi, að særa blygðunarsemi fólks og nekt á almannafæri.

Marykate Guilfoyle, talsmaður Suffolk-sýslu, segir að Burke hafi verið handtekinn eftir að hann hafi „beðið um kynferðislegar athafnir“ frá óeinkennisklæddum landverði. Landverðirnir þekktu Burke ekki, en hann gaf deili á sér og reyndi að losna undan handtöku og sagði handtökuna vera opinbera niðurlægingu. Greint var frá handtöku hans á blaðamannafundi en fulltrúi héraðssaksóknara vildi ekki skýra nánar frá hvað Burke hefði gert sem leiddi til handtöku hans. Burke var síðar látinn laus og á að mæta fyrir dóm 11. september næstkomandi. Garðurinn sem Burke var handtekinn í hefur lengi verið griðastaður þeirra sem stunda ólöglegt kynferðislegt athæfi að sögn lögreglunnar og héraðsaksóknarans Ray Tierney. 

Sat í alríkisfangelsi vegna líkamsárásar

Ákæran svertir enn frekar vafasaman orðstír Burke, sem er fyrrum yfirlögreglumaður sýslunnar og var talinn vera einn þeirra hæstvirtustu innan raða lögreglunnar. Burke viðurkenndi að hafa gengið í skrokk á Christopher Loeb árið 2012 eftir að Loeb hafði rænt umfangsmiklu safni Burke af kynlífstækjum. Samkvæmt dómsskjölum og öðrum skýrslum mun Burke einnig hafa neytt fíkniefna í nokkrum tilvikum í slagtogi með vændiskonum, hann flúði vettvang eftir af hafa lent í árekstri og í nóvember árið 2016 var hann dæmdur í 46 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hindrun rannsóknar, en honum var sleppt úr alríkisfangelsi árið 2018.

James Burke árið 2015.

Tafði rannsókn Gilgo-strandar morðanna

Stærsta klúðrið á ferilskrá Burke er þó tengt málinu sem altalað er vestanhafs og víðar, meðal annars hérlendis vegna Íslandstengingarinnar, en Burke klúðraði illa rannsókn á Gilgo-strandar morðunum.

Lögfræðingurinn John Ray, sem er fulltrúi fjölskyldna Jessica Taylor og Shannan Gilbert sem fundust látnar á Gilgo-ströndinni segir að Burke hefði yfirtekið rannsóknina og útilokað Alríkislögregluna og fleiri stofnanir frá rannsókn á morðunum eftir að 11 lík fundust á ströndinni árið 2010.

Fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn Phil Boyle hefur lengi verið gagnrýninn á vinnubrögð Burke á Gilgo-strandar morðunum, og gekk svo langt að fara fram á ríkið myndi yfirfara vinnubrögð Burke við rannsóknina. Á þriðjudag ítrekaði Boyle að hann teldi Burke hafa hindrað tilraunir til að leysa Gilgo-strandar morðin í mörg ár.

„Burke hefur greinilega komið persónulega að kynlífsviðskiptum í áratugi og mun að öllum líkindum gera það áfram,“ segir hann við The Post. „Ég tel að það sé ein helsta ástæða þess að Gilgostrandar-raðmorðingjamálið var óleyst í yfir 13 ár.“

Héraðsssaksóknarinn Tierney sagði að ferill Burke hefði átt að koma í veg fyrir starf hans sem æðsti lögreglumaður sýslunnar. „Ég held að blaðamannafundurinn á þriðjudag hafi líklega verið haldinn 11 árum of seint,“ sagði Tierney. „Ráðamenn Suffolk-sýslu hefðu aldrei átt að setja þennan mann í valdastöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“