fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Stuðningsmenn þriggja enskra stórliða geta leyft sér að dreyma eftir athyglisverð ummæli Toney

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ivan Toney, framherji Brentford, stefnir enn hærra á knattspyrnuferlinum og vill spila fyrir eitt af stærstu liðum Englands. Hann greinir frá þessu í nýju viðtali.

Leikmaðurinn er nú í löngu banni frá fótbolta eftir að hafa gerst sekur um fjölda brota á veðmálareglum. Hann snýr aftur í janúar.

Toney er þó hvergi af baki dottinn og var spurður út í framtíð sína og hvort hann gæti farið í annað lið.

„Allir vilja spila á hæsta stigi, ekki að Brentford sé ekki þar heldur langar alla að spila fyrir stóru liðin og berjast um titla,“ segir Toney.

„Ef ég fer þarf næsta lið að vera það rétta fyrir mig. Ég hef auðvitað verið stuðningsmaður Liverpool allt mitt líf. Ég hef alltaf kunnað vel við Arsenal vegna leikstílsins og hversu ástríðufulla stuðningsmenn félagið á.“

Toney var einnig spurður út í Manchester United.

„Mér líkaði alltaf við að horfa á United þegar Dimitar Berbatov var þar,“ segir Toney sem er mikill aðdáandi fyrrum búlgarska sóknarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum