Leon Bailey kantmaður Aston Villa er undir rannsókn lögreglu eftir að stuðningsmaður félagsins sakaði hann um að hafa ráðist á sig í gær.
Aston Villa hafði þá slátrað Everton en meint atvik á að hafa átt sér stað í boxinu þar sem stuðningsmenn voru að fagna sigrinum.
Segir í fréttum að fimm ára drengur sem var að fagna afmæli sínu á leiknum og vildi mynd mað Bailey.
Bailey neitaði því og er sakaður um að hafa ýtt við faðir drengsins sem varð til þess að sá féll til jarðar.
Atvikið er sagt að hafa náðst á myndband og fjöldi vitna varð af atvikinu sem varð til þess að lögreglan skoðar nú málið.
Bailey er frá Jamaíku og leikur fyrir landsliðið þar í landi sem Heimir Hallgrímsson stýrir.