Chelsea er með augastað á Folarin Balogun, framherja Arsenal. Sky Sports segir frá.
Balogun virðist ekki eiga stórt hlutverk í liði Arsenal á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er hár verðmiði á leikmanninum í kjölfar þess að hann fór á kostum með Reims á láni á síðustu leiktíð.
Arsenal hefur skellt 50 milljóna punda verðmiða á hann.
Monaco bauð í leikmanninn á dögunum en var það tilboð nokkuð frá verðmiðanum.
Balogun var þá afar óvænt orðaður við erkifjendur Arsenal í Tottenham á dögunum. Það er nær aldrei að leikmenn fari á milli þessara liða.
Nú eru aðrir erkifjendur Arenal í London, Chelsea þó farnir að renna hýru auga til Balogun í kjölfar þess að Christopher Nkunku meiddist.