Barcelona byrjar ekki frábærlega í La Liga eftir markalaust jafntefli við Getafe í fyrstu umferð í kvöld.
Ekkert mark var skorað í viðureigninni eins og áður kom fram en Börsungar voru mun sterkari aðilinn.
Bæði Raphinha, vængmaður liðsins, sem og Xavi, stjóri liðsins, fengu að líta rautt spjald í leiknum.
Raphinha var rekinn af velli fyrir olnbogaskot á 42. mínútu og var Xavi rekinn upp í stúku á 70. mínútu.
Getafe kláraði leikinn einnig manni færri en Jaime Mata fékk að líta sitt annað gula spjald á 57. mínútu.