Útlit er fyrir það að bakvörðurinn Kieran Tierney sé á förum frá Arsenal en hann var ekki í leikmannahópnum í gær gegn Nottingham Forest.
Tierney hefur aldrei staðist væntingar hjá Arsenal en hann kom til félagsins frá Celtic í Skotlandi á sínum tíma.
Enskir miðlar segja að Tierney sé heill en hafi einfaldlega ekki verið valinn í hópinn fyrir fyrsta deildarleikinn.
Celtic er orðað við leikmanninn aftur en hann gæti reynt að semja við annað lið í ensku úrvalsdeildinni.
Tierney hefur verið mikið meiddur síðan hann kom til Lundúna og gæti reynst hagstætt að selja hann fyrir um 20 milljónir punda.