Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur staðfest það að David Raya sé á leið til Arsenal í sumarglugganum.
Raya var einn besti markmaður úrvalsdeildarinnar síðasta vetur en er nú að skrifa undir á Emirates.
Óvíst er hvort Raya verði markmaður númer eitt í vetur en Aaron Ramsdale er í dag aðalmarkvörður Arsenal.
Frank hefur þó tröllatrú á Mark Flekken sem kom til félagsins frá Freiburg í sumar.
,,Ég býst við að samkomulag náist við Arsenal. Hann er ekki með okkur eins og er og spilar ekki í dag,“ sagði Frank.
,,Mark Flekken var einn besti markmaðurinn í Bundesligunni á síðustu leiktíð og ég er hrifinn af hans persónuleika, hann er leiðtogi.“