Markmaðurinn Vicente Guaita birti afskaplega áhugaverða Twitter færslu í dag fyrir leik gegn Sheffield United.
Guaita var lengi vel aðalmarkvörður Palace en hann er Spánverji og kom til félagsins frá Valencia.
Hann var ekki valinn í leikmannahópinn í leik dagsins og virðist sjálfur vera hissa á því sem er í gangi.
,,Hvar er nafnið mitt? Hvernig get ég spilað fyrir Palace?“ skrifaði Guaita á Twitter og ‘taggaði’ sitt eigið félag.
Afskaplega undarlegt allt saman en þetta má sjá hér.
Vicente Guaita and Crystal Palace, tense situation. 🔵🔴⤵️😳 pic.twitter.com/Z0cFQvEak6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2023