Arsenal 2 – 1 N. Forest
1-0 Eddie Nketiah(’26)
2-0 Bukayo Saka(’32)
2-1 Taiwo Awoniyi(’82)
Arsenal var svo sannarlega ekki of sannfærandi í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik í dag gegn Nottingham Forest.
Flestir bjuggust við sigri Arsenal en um var að ræða nokkuð þægilegan heimaleik til að byrja á og endaði hann á þremur heimastigum.
Manchester City var búið að fá sín þrjú stig fyrir leikinn í dag eftir sannfærandi 3-0 sigur á Burnley í gær.
Arsenal vill berjast við Englandsmeistarana um toppsætið á þessu tímabili og eru stigin afskaplega mikilvæg.
Eddie Nketiah og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í fyrri hálfleik og var staðan nokkuð þægileg fyrir þann seinni.
Taiwo Awoniyi lagaði stöðuna fyrir Forest á 82. mínútu og voru lokamínúturnar spennandi í kjölfarið.
Gestirnir náðu þó ekki að jafna en áttu mögulega meira skilið en eftir lokaflautið var Forest með xG upp á 1.12 og Arsenal þá 0.66.