fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Ótrúleg U-beygja í vændum varðandi skipti Caicedo? – Eitthvað mikið þarf að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. ágúst 2023 11:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea gefst ekki upp á að fá Moises Caicedo þrátt fyrir að leikmaðurinn sé ansi nálægt því að ganga til liðs við Liverpool. Fabrizio Romano segir frá þessu.

Brighton samþykkti seint í gær 111 milljóna punda tilboð Liverpool í leikmanninn. Chelsea hafði verið á eftir honum lengi en aðeins boðið 100 milljónir punda.

Búið er að bóka læknisskoðun fyrir Caicedo hjá Liverpool í dag en samkvæmt nýjustu fréttum gefst Chelsea ekki upp fyrr en allt er frágengið.

Liverpool myndi gera Caicedo að dýrasta leikmanni í sögu Bretlands ef skiptin þangað ganga í gegn.

Það er hins vegar ekki alveg útséð með það þar sem Chelsea neitar að gefast upp.

Þó segir Melissa Reddy á Sky Sports að það þyrfti ansi mikið að gerast til að Caicedo fari ekki til Liverpool. Félagið hafi komið til móts við verðmiða Brighton í gærkvöldi, en það var fresturinn sem félagið gaf til að bjóða í Caicedo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum