fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

„Það er búið að vera blóð á tönnunum allt árið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram á föstudag. Þar mætast Bestu deildarlið Breiðablik og Lengjudeildarlið Víkings. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, segir að liðið þurfi að eiga sinn besta leik til að vinna.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta verður flottur dagur og flottur leikur á milli tveggja góðra liða,“ segir Ásmundur í samtali við 433.is.

Breiðablik er á toppi Bestu deildarinnar en Víkingur á toppi Lengjudeildarinnar. Það er því ljóst að Blikar eru sigurstranglegri. Ásmundur var spurður að því hvernig væri að nálgast leikinn sem stærra liðið.

„Það er svosem ekkert öðruvísi en oft áður. Þetta er bikarúrslitaleikur og bæði lið eru búin að vinna sér inn þátttökurétt í þessum leik. Víkingur er búinn að slá út tvö Bestu deilarlið á leiðinni hingað. Þegar kemur að bikarúrslitum skiptir engu máli hver er hvar í deild eða þess háttar.“

video
play-sharp-fill

Hann segir afar mikilvægt að fá stuðningsmenn á pallana.

„Þetta er keppni þar líka. Við þurfum á öllum Blikum sem geta mætt að halda því stemningin í stúkunni getur haft mikið að segja um það sem gerist á vellinum.“

Breiðablik tapaði bikarúrslitunum í fyrra gegn Val.

„Það setur blóð á tennurnar. Það voru vonbrigði í fyrra að tapa hér og missa af tveimur efstu sætunum í deildinni. Svo það er búið að vera blóð á tönnunum allt árið. Það verður núna líka. Það er hungur í klúbbnum og hópnum að ná í bikar.“

Nánar er rætt við Ásmund í spilaranum.

Leikurinn hefst klukkan 19 á föstudag.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Víkings R.

Tengill á miðasölu fyrir stuðningsmenn Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
Hide picture