Fabrizio Romano segir að það verði fróðlegt að fylgjast með stöðu Ansu Fati alveg þar til sumarglugginn lokar.
Fati var á sínum tíma efnilegasti leikmaður Barcelona en hann er í dag 20 ára gamall og verður 21 árs í október.
Frá 2019 hefur Fati spilað 77 deildarleiki fyrir Barcelona og skorað í þeim 22 mörk en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Romano segir að það sé vilji Fati að halda sig hjá Barcelona en félagið gæti reynt að koma honum annað.
Fjárhagsstaða Barcelona er eins og allir vita ekki góð og segir Romano einnig frá því að önnur félög séu að horfa til leikmannsins.
Ansu Fati situation, one to watch until the end of the summer. 🔵🔴 #FCB
Ansu would love to stay at Barça; message on player side has always been strong and clear.
But clubs behind the scenes are still pushing to open talks with Barcelona. Up to the club. pic.twitter.com/BRyXQmE0H0
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 7, 2023