fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Eyjan

Engir skynsamlegir kjarasamningar mögulegir á meðan þessi ríkisstjórn situr, segir formaður VR

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. ágúst 2023 11:00

Ragnar Þór Ingólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Ólaf Arnarson í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni að hann sjái ekki hvernig núverandi stjórnvöld geti komið að lausn komandi kjarasamninga. Ekkert traust ríki milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar, sem svikið hafi öll gefin loforð sem hún gaf í tengslum við lífskjarasamningana.

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 8
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 8

„Ég sé ekki hvernig stjórnvöld geta komið að lausn kjarasamninganna öðru vísi en að fyrst verði kosið til Alþingis,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir verkalýðshreyfinguna stefna að því að fara sameiginlega sem heildarhreyfing inn í þessar viðræður. „Ef við ætlum að sækja allt á atvinnulífið, hærri vexti, hærri húsaleigu, hærra vöruverð, þá stefnir í mikið óefni,“ segir Ragnar Þór, sem segir lausn kjarasamninga munu byggjast á innkomu stjórnvalda með aðgerðir sem draga úr þörf á kauphækkunum.

Vandamálið sé hins vegar að það ríki einfaldlega ekki traust milli aðila og stjórnvalda vegna svikaferils ríkisstjórnarinnar gagnvart aðilum vinnumarkaðarins.

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 9
play-sharp-fill

Markaðurinn - Ragnar Þór Ingólfsson - Klippa 9

Ragnar Þór telur að vanefndir gagnvart verkalýðshreyfingunni verði ríkisstjórninni endanlega að falli í vetur – hún geti hreinlega ekki komið að lausn kjarasamninga og það verði að boða til kosninga áður en stjórnvöld geti stuðlað að farsælli lausn kjarasamninga.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn
Hide picture