Eigandi Chelsea, Todd Boehly, er sagður hafa svikið loforð síðasta sumar sem hann gaf miðjumanninum Edson Alvarez.
Frá þessu er greint í enskum miðlum en Boehly vildi mikið fá Alvarez í raðir Chelsea í síðasta sumarglugga.
Að lokum náðist ekki samkomulag við Ajax um leikmanninn sem er nú á leið til West Ham til að leysa Declan Rice af hólmi.
Boehly er sagður hafa lofað Alvarez því að Chelsea myndi reyna aftur þetta sumarið en áhuginn hefur ekki verið til staðar hingað til.
Alvarez fær þó líklega að færa sig til London að lokum en West Ham virðist ætla að tryggja sér hans þjónustu.