Marco Verratti hefur hafnað því að ganga í raðir sádí arabíska liðsins Al-Hilal í sumarglugganum.
Verratti var talinn vera á leiðinni til Al-Hilal í þessum glugga en hann er leikmaður Paris Saint-Germain.
Ítalinn hefur þó tekið ákvörðun um að halda áfram ferli sínum í Frakklandi þar sem launin eru svo sannarlega ekki slæm.
Ef Verratti spilar með PSG næsta vetur þá væri það hans 12. tímabil sem miðjumaður liðsins.
Verratti er enn aðeins 30 ára gamall og ætlar ekki að elta risapeningana eins og aðrir leikmenn í Evrópu.