Harry Kane, leikmaður Tottenham, var stórkostlegur í gær er lið hans mætti Shakhtar Donetsk í æfingaleik.
Það er talað um fáa leikmenn eins mikið og Kane þessa dagana en hann er orðaður við Bayern Munchen.
Ekki nóg með þá gætu Manchester United og Chelsea reynt að blanda sér í baráttuna um enska landsliðsmanninn.
Kane spilar þó með Tottenham á undirbúningstímabilinu og skoraði fjögur mörk gegn Shakhtar í gær.
Kane skoraði fyrsta mark sitt af vítapunktinum í fyrri hálfleik og bætti við þremur mörkum í þeim seinni.
Ljóst er að áhugi Bayern minnkar ekki við þessa frammistöðu en þeir þýsku hafa mikinn áhuga á að kaupa Englendinginn sem á eitt ár eftir af sínum samningi.