Fyrsti keppnisleikur enskra úrvalsdeildarliða fer fram í dag en um er að ræða leikinn um Samfélagsskjöldinn.
Þar mætast Englandsmeistararnir Manchester City liði Arsenal sem vann FA bikarinn á síðustu leiktíð.
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik og er þetta fyrsti keppnisleikurinn í dágóðan tíma.
Um er að ræða tvö bestu lið Englands á síðustu leiktíð ef horft er á deildarkeppnina en Man City var í efsta sæti og Arsenal því öðru.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Arsenal: Ramsdale, White, Saliba, Gabriel, Timber, Partey, Rice, Odegaard, Saka, Havertz, Martinelli
Man City: Ortega Moreno, Walker, Stones, Dias, Akanji, Rodrigo, Kovacic, Bernardo, Grealish, Alvarez, Haaland