fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Maður sem tók þátt í fjármögnun kvikmyndar um mansal á börnum ákærður fyrir aðild að barnsráni

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 6. ágúst 2023 16:00

Fabian Marta þegar hann var handtekinn fyrir meinta aðild að barnsráni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Fabian Marta tók þátt í hópfjármögnun á kvikmyndinni Sound of Freedom sem fjallar um mansal og kynlífsþrælkun á börnum. Marta hefur hins vegar nú verið ákærður fyrir meinta aðild að ráni á barni.

Hann var handtekinn 23. júlí síðastliðinn af lögreglunni í borginni St. Louis í Bandaríkjunum og ákærður fyrir aðild að barnsráni vegna atviks sem átti sér stað 21. júlí. Marta var látinn laus og á að mæta næst fyrir rétti 28. ágúst næstkomandi.

Lögmaður Marta segir að ákæran eigi sér enga stoð í veruleikanum. Málið virðist snúast um rán forsjáslaus foreldris á barni og lögmaðurinn segir það tengjast fasteign sem Marta á en er með í útleigu, það séu hins vegar einu tengsl hans við málið.

Engar nánari upplýsingar hafa verið veittar um málið.

Marta er 51 árs og var einn þeirra sem kom að fjármögnun Sound of Freedom. Kvikmyndin er leikin en byggir á sögu hins raunverulega Tim Ballard en Jim Caviezel leikur hann í myndinni.

Ballard starfaði sem rannsóknarfulltrúi hjá heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna og kom aðallega að málum sem vörðuðu mansal og kynlífsþrælkun á börnum.

Myndin hefur verið kynnt sem saga af baráttu Ballard gegn þessum óhugnaði á alþjóðalega vísu og hvernig hún á endanum snúist um þrá eftir frelsi.

Sound of Freedom hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með hina raunverulegu sögu Tim Ballard og að gefa samsæriskenningum, um að valdamiklir aðilar með tengsl við Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum hafi myndað með sér mansals- og barnaníðshring, undir fótinn.

Aðdáendur myndarinnar hafna hins vegar gagnrýninni og segja um að ræða ofsóknir öfgafullra vinstri manna.

Það var E-Online sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins